Einn af mínum draumum er að rekast á yfirgefna kirkju og fá að gera hana upp sem heimili
Hollendingarnir Ilse, Guido og börnin þeirra sjö búa á þessu fallega heimili sem þau gerðu sjálf upp. Hjónin eiga og reka tvær verslanir ásamt netversluninni Tutze og selja þau aðallega heimilisvörur frá dönsku hönnuðunum Tina K og Lindebjerg design.
Þannig að þau eiga greiðan aðgang að mjög fallegum fylgihlutum fyrir heimilið og heimilið þeirra sýnir það svo sannarlega. En þau hafa komið sér einstaklega vel fyrir í þessari byggingu sem áður gegndi því hlutverki að vera kirkja.
Helstu litirnir hjá þeim eru hvítur, svartur, brúnn og grár. Litavalið í þessari stórbrotnu byggingu minnir mann á franskt óðalsetur. Húsgögnin eru fá en þau fá að njóta sín til fulls. Smáhlutirnir njóta sín einnig þar sem þeim er raðað upp á skemmtilegan hátt við stóru munina.
Verulega flott eign hjá þeim Ilse og Guido
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.