Eitt sinn starfaði ég sem kvikmyndagagnrýnir í sjónvarpinu og gaf myndum ýmist horn eða geislabauga, allt eftir kostum hennar og göllum.
Því er nefninlega þannig farið með kvikmyndir að þær hafa flestar einhverja kosti þó handritið eða leikurinn sé kannski ekki að slá í gegn.
Alltaf þegar ég horfi á kvikmyndir einbeiti ég mér líka að innréttingum og arkitektur og þá sérstaklega ef myndin er ekki með áhugaverðum söguþræði. Þetta var tilfellið með myndina When a stranger calls en það er óhætt að segja að tökustaðurinn, eða húsið í henni hafi verið vægast sagt dásamlegt. Húsið er þó algjör skáldskapur því allar innisenur voru teknar í stúdíói meðan húsið (að utan) var byggt í Franklin Canyon Park í Beverly Hills.
Innblásturinn er sóttur til japans þar sem einfaldleikinn og náttúruefnin fá að njóta sín. Dökkur viður á gólfi og veggjum og yndislegur garður í miðjunni með luktum og gullfiskatjörn. Í svona húsi gætu margir hugsað sér að búa (þó við myndum vissulega vilja sleppa við símaóða vitfirringa fyrir utan).
:heimild:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.