Skandinavísk hönnun – hrein og falleg
Í þessu fallega húsi í Svíþjóð býr fimm manna fjölskylda en þau njóta heimilisins bæði úti og inni. Að innan hafa þau innréttað húsið fallega að skandinavískum stíl, léttum og þægilegum. Að utan er allt sem þarf til að njóta sælunnar.
Lítil sæt sundlaug með öllu sem þarf til að njóta veðurblíðunnar … eitthvað sem við Íslendingar þráum þessa stundina. Falleg húsgögn, létt og hvít á móti vel grónum garði. Sófarólan á pallinum gerir punktinn yfir i-ið – enda stórglæsileg! Ekki væri nú slæmt að njóta kvöldsólarinnar með hvítt í glasi sitjandi í svona fallegum sófa … kannski með sínum uppáhalds … eða sinni bestu vinkonu – bara æðislegt!
Húsgögnin eru öll frekar létt, hvíti, svarti, grái og viðarliturinn er allsráðandi um allt hús og kemur það einstaklega vel út. Verulega hreint og fallegt.
Ofur fallegt og einfalt hús sem við flestar gætum hugsað okkur að búa í … eða eiga sem athvarf.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.