Arkitektinn og húsgagnahönnuðurinn Pedro Useche hannaði eigið heimili og garð í Sao Paulo í Brasilíu.
Sjálfur er hann ættaður frá Venusúela en þessi smekkvísi maður kann sannarlega að koma sér vel fyrir. Hann umkringir sig með fallegum listmunum sem hann hefur safnað í gegnum tíðina og litadýrðin nýtur sín frábærlega í rúmgóðu og fallegu húsinu.
Húsgögnin eru bæði hans eigin hönnun og valdir munir frá miðri síðustu öld. Stemmningin öll svolítið í anda þess tíma, þegar engar voru tölvurnar og fólk gaf sér meiri tíma til að lesa og slappa af…
Hreinlega dásamlega fallegt heimili!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.