Þessi stórglæsilega íbúð er á tveimur hæðum í hinni frægu byggingu Flatiron í New York
Byggingin er fræg fyrir sérstakan arkitektúr auk þess að vera ein af kennileitum New York borgar. Byggingin er á krossgötu þannig að hún liggur nálægt Soho og West Village. Brjálað flott staðsetning fyrir ferðaþyrsta unnendur arkitektúrs í New York.
Íbúðin er á tveimur hæðum með þremur herbergjum og er öll í nútímalegum og björtum stíl. Gólfin eru eikarplankar og veggirnir hvítir. Náttúruleg birta kemur frá stórum gluggum og útsýnið meiriháttar flott! Húsgögnin eru vel valin eftir marga af hinum frægustu húsgagnahönnum og passa ótrúlega vel saman.
Litlu hlutirnir veita svo smá lit inn í umhverfið og gefa því karakter. Skemmtileg og svaðalega falleg íbúð á besta stað í New York!
Já og ekki má gleyma… þessi íbúð er til leigu allan ársins hring fyrir nokkuð margar krónur að vísu en eflaust vel þess virði, hægt er að skoða það betur hér.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.