Húsið er byggt um miðja síðustu öld en var nýlega tekið í gegn bæði að innan sem að utan.
Að innan er húsið bjart og opið. Náttúruleg birta fær að njóta sín sem allra best bæði í eldhúsi, borðstofu og stofu. Stórir gluggar hleypa náttúrulegu birtunni inn sem og útsýninu yfir fallegan garð.
Arinn er í miðju opna rýmisins og hægt er að njóta hans frá mörgum sjónarhornum, eins og til dæmis stofunni, borðstofunni og eldhúsinu. Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar eftir þörfum eigendanna og hafðar í dökkum viðarlit.
Á milli eldhússkápanna eru marmara flísar (granít) og eins á eyjunni í eldhúsinu. En marmara flísar, borðplötur og aðrir hlutir úr marmara er einstaklega vinsælt um þessar mundir.
Hér sést arinninn vel úr borðstofunni. Annars er borðstofan látlaus og listaverkin, arinninn og loftljósið fá að njóta sín vel.
Einfaldleikinn fær einnig að njóta sín í hjónaherberginu. Dökkur veggurinn bakvið hjónarúmið rammar herbergið vel inn og gefur því flottan karakter ásamt hlýju. Gluggarnir fyrir ofan rúmið eru eins og lifandi listaverk enda breytist það eftir veðri og tíma.
Dökki liturinn í innréttingunum teygir sig inn í baðherbergi líka ásamt marmara borðplötunni. Glæsilegt að hafa tengingu á milli rýma.
Garðurinn er mjög snyrtilegur og hægt er að komast út úr húsinu í garðinn bæði úr eldhúsinu og stofunni.
Flott litasamsetning og þægilegt flæði milli herbergja í einstaklega flottu og vel uppgerðu einbýlishúsi í hæðum Los Angeles.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.