Það er alltaf gaman að verða unglingur og fá að breyta herbergi sínu úr barnaherbergi yfir í eitthvað örlítið fullorðinslegra.
Til að skapa flott, rúmgott og skipulagt rými fyrir unglinginn er best að byrja á því að skoða áhugamálin. Á hverju hefur hann áhuga, er það tónlist, íþróttir, bækur, tölvur eða eitthvað allt annað. Er hann mikið fyrir liti eða vill alls enga liti í kringum sig?
Næsta skref er að ákveða litina og lúkkið í herberginu. Á að mála, veggfóðra, gera rúmgafl, setja upp hillur, ný ljós, gardínur og svo framvegis?
Ein sú flottasta hugmynd sem ég hef rekist á var fyrir unglinginn sem “geymir” mikið af fötunum sínum á gólfinu. Þá var búið að setja nokkra hanka á einn vegginn svo auðvelt var að henda gallabuxunum á hankana og þær gerðu herbergið bara ferlega töff í leiðinni enda mikið betri lausn en að skella stól inn í herbergið sem alltaf er fullur af fötum.
Einfalt og þægilegt er það sem virkar best fyrir ungu töffarana.
Kíkið á þessar myndir til að fá innblástur og hugmyndir fyrir strákana…
_________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.