Í upphafi ætluðu eigendurnir bara að endurnýja eldhúsið hjá sér en ákváðu svo að taka alla íbúðina í gegn.
Íbúðin er með þremur svefnherbergjum, baðherbergi og svo hinu stórkostlega opna rými fyrir eldhús, borðstofu og svölum með flottri aðstöðu fyrir matarboð ásamt útsýni en útsýnið frá svölunum er yfir borgina Sydney í Ástralíu.
Eldhúsið átti að ósk eigenda að vera eins líkt veitingarhúsi og hægt væri, þau vildu leyfa hinum hráa eiginleika blandast við heimilislegan blæ og útkoman er hreint út sagt bara töff.
Frá borðstofunni er hægt að opna gluggana og draga þá frá þannig að bæði inni og úti rýmið sameinist í eitt.
Eigendurnir eru mikið fyrir eldamennsku og halda stór matarboð. Þess vegna er hönnunin þannig að hægt er að fylgjast vel með eldamennskunni á meðan gestgjafinn bæði eldar og sinnir gestgjafahlutverki sínu. Flottir og góðir vínskápar príða eldhúsið, vínglös hanga uppi og matseðill dagsins er skrifaður á flott skilti.
Lýsingin var endurhönnuð til að ná fram bjartari tónum og sem náttúrulegustu inn í rýmið, en þakglugginn fyrir ofan eldhúsinnréttinguna nýtur sín einkar vel.
Ferlega flott stemning í þessu glæsilega húsi!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.