Tina K, er danskt hönnunarfyrirtæki fyrir heimili og er eitt af þeim allra fegurstu á markaðnum að mínu mati.
Til mikillra lukku er byrjað að selja það hér á landi og ég verð bara að segja að ég varð kjaftstopp (sem ég er nú ekki oft) og fékk nett gleði sjokk þegar ég sá nýjustu línuna sem fæst hér á landi! Þvílík fegurð!
Svartur og hvítur er í algjöru uppáhaldi hjá mér svo ég tali nú ekki um röndótt og hvað heldur þú? Heldur þú að ég hafi ekki séð svart hvítu röndóttu línuna hennar Tina K hjá Magnolia – design til sölu. Við erum að tala um bolla, undirskálar, salatskálar og blómavasa í röndóttu svart og hvítu!! Ég næ mér varla af gleði!
Kíkið á myndirnar og þessar frábæru vörur frá Tinu K. Myndir fengnar að láni frá Facebook síðu Mangnolia – design
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.