Í gamla bænum í Barcelona stendur þetta fallega hús sem er aðeins 3 metrar á breidd og á þremur hæðum.
Ferrolan Lab hannaði húsið að innan og sá einnig um hönnunina upp á þaki. Þar er fullkomin verönd. Yndislegt afdrep fjölskyldunnar með hvítum útihúsgögnum og sundlaug. Frekar vel gert hjá gaurnum. Hann passaði upp á að hafa veggina inn í húsinu ljósa til að þrengja ekki enn meira að en nauðsyn krefst. Hnota og hvíti liturinn eru allsráðandi í rýminu. Húsgögnin eru einnig að mestu hvít að lit. Enda koma þau mjög vel út. Stiginn á milli hæðanna er algjört listaverk og eins glerveggurinn.
Takið einnig eftir fataherberginu sem er á milli svefnherbergis og baðherbergis á efstu hæðinni. Algjör snilld. Barnaherbergið er æðislegt, mikið er um liti þar inni. Frísklegt og tilvalin staður fyrir litlu ungana á heimilinu.
Frábær hönnun í alla staði!
Vantar þig hjálp varðandi uppröðun, liti eða húsgagnaval? Hafðu þá samband við mig hjá Mio design.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.