Í miðborg Madrídar er þessi ofursæta þriggja herbergja íbúð á tveimur hæðum og rétt rúmlega 90 fermetrar á stærð.
Það sem ég tók strax eftir þegar ég sá þessa íbúð voru litirnir og hversu vel þeim er raðað þarna inn. Það er alveg greinilegt að húsráðandinn er hrifinn af bleikum lit en einhvern veginn nær eigandinn að láta litina fljóta skemmtilega inn í nútímalega og einfalda stílinn sem íbúðin bíður upp á.
Kannski er það suðrænni tónninn sem maður upplifir við að skoða myndirnar en vissulega er mikið um plöntur, ferskleika og svo bleika litinn í íbúðinni. Eflaust mjög hress týpa sem þarna býr!
Skemmtileg, smart og stelpuleg íbúð með flottum klassa….
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.