Íbúðin er í borginni Madrid á Spáni og er stútfull af fallegri myndlist
Verkin eru á veggjum, á gólfum og loftinu en lýsingin er einnig alveg “to die for”, enda skiptir lýsing höfuðmáli þegar komið er að innanhússhönnun. Ef lýsing er léleg njóta fallegir hlutirnir sín ekki nógu vel. Hægt er að breyta um lit í lýsingunni eftir stemningu og eins er fullkominn “dimmer” í boði.
Húsgögnin og innréttingar eru létt og nútímaleg. Listaverkin fá að njóta sín til fulls og eru gullfalleg.
Smart íbúð og fallega innréttuð fyrir listunnendurna sem þarna búa
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.