Silvan.is er skemmtileg vefverslun sem ég rakst á um daginn en hún býður upp á sérsaumaða púffa.
Og hvað er Púffi? Jú, púffi á rætur sínar að rekja í það minnsta fleiri hundruð ár aftur í tímann, alla leið til Marokkó, sem tengir Norður Afríku við bæði Mið-austurlönd og að vissu leyti umheiminn. Þar renna kröftuglega saman mjög ólíkir menningarheimar með tilheyrandi sprengju aragrúa lita, lykta, bragða og mismunandi hefða. Þessi óvenjulega blanda hefur getið af sér meðal annars einstaka hönnun en Marokkóskt handverk er fyrir löngu orðið heimsfrægt og púffinn er þar engin undantekning.
Púffi er skemmtilegt heiti fyrir þetta fallega húsgagn, hver man ekki eftir “púff” hljóðinu sem kemur oftast fyrir í ævintýrum, þegar langþráð ósk rætist skyndilega með „Púffi“ en sú tenging á líka einstaklega vel við fallega púffann, sem bókstaflega verður til í höndum handverkslistamanns alveg frá grunni sem gefur honum ákveðinn ævintýrablæ og dulúð.
Reyndar eru fætur líka notaðir, til þess að mýkja leðrið. Listamaðurinn notast við einstaka og forna aðferð þar sem sérstök tegund af fuglaskít er notuð á sama tíma og fætur vinna leðrið til þess að gera það eins mjúkt og þú vilt hafa það.
Það tekur um 40 klukkustundir fyrir listamann að gera einn púffa!
Hægt er að nálgast þessa fallegu púffa á http://silvan.is/
Hér má sjá púffann í svefniherberginu
Hér bregður honum fyrir í barnaherberginu.
Æðislegur í stofuna
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.