Ég hef lengi vel verið skotin í Shabby Morocco þegar kemur að innanhúshönnun en fyrir rúmu ári síðan birti ég færslu um þennan fallega stíl.
Það eru litasamsetningarnar sem ég heillast af og þá sérstaklega þegar appelsínugulur og túrkis koma saman. Shabby Morrocco getur verið alveg undarsamlega yfirdrifinn stíll en hann getur líka heppnast vel þegar hann mætir stílhreinu umhverfi.
Það þarf ekki að vera erfitt að búa sér til Shabby Morocco umhverfi. Ef þig langar að breyta aðeins til heima þá er mjög einfalt að kaupa litríka púða, það eru til margir fallegir og lítríkir púðar í The Pier og Ilva til dæmis, vasa í lit, litrík blóm, grænar plöntur, litríkar pullur og aðra fylgihluti.
The Pier og Ilva ásamt Indiska, Söstrene Grene og Tiger hafa upp á margt sniðugt og flott að bjóða í Shabby Morocco stíl.
Hleypum litagleðinni inn!
Flott loftljós og ævintrýalegur sófi. Hér gætir Shabby Morocco áhrifa.
Einstaklega falleg litasamsetning. Sterkir litir mæta stílhreinu umhverfi.
Púffi á gólfi. Marokkóskt handverk er fyrir löngu orðið heimsfrægt og púffinn er þar engin undantekning.
Örvandi umhverfi og seventís retró stemmning. Það væri ekki leiðinlegt að heimsækja þetta heimili.
Hér má sjá snyrtilega frágengið Shabby Morocco umhverfi.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.