Uppgerð tekk húsgögn eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ef maður á gamla kommóðu, skatthol, hillur eða stóla er alltaf hægt að fríska upp á útlit þeirra með smá málningu, sandpappír og tíma.
Þessi fallega kommóða var pússuð upp á hliðunum og lökkuð hvít, skúffurnar fengu þó að halda sínu upprunarlegu útliti. Útkoman er mjög góð. Kommóðan fær að halda sínum “vintage” sjarma með dassi af móðins háglans hvítum lit.
- Tími sem tók að gera kommóðuna upp er: sirka 8 tímar
- Kostnaðurinn við breytinguna er í kringum: 3.500.- krónur
- Það sem þarf til að breyta einni kommóðu er: Sandpappír, Grunnur, Málning eða lakk og góður pensill.
Það er mjög einfalt og auðvelt að breyta húsgagni. Svona kommóða er tilvalin fyrir byrjendur. Það sem þú þarft að byrja á að gera ef viðurinn er skemmdur er gott að pússa létt yfir með sandpappír og fjarlægja allar rispur og skemmdir. Síðan er ramminn utan um kommóðuna þveginn með tusku og vatni. Þegar það er þornað er grunnurinn borinn á og látinn þorna. (tekur sirka 30 mínútur) Þá er að taka góðan pensil og mála tvær til þrjár umferðir. (nauðsynlegt er að láta málninguna þorna á milli umferða)
Gangi þér vel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.