Skandinavísk hönnun einkennist helst á hvíta, svarta og gráa litnum og að ógleymdum minimalismanum en skandinavíska hönnunin er frekar létt og stílhrein.
Hvítar háglans innréttingar, viðarinnréttingar á móti stólum og borðum í þekktri hönnun. Sófar með beinum línum í gráum, hvítum, ljósbrúnum og dökkgráum litartónum á móti glerborðum, hvítum háglans borðum og eins teak borðum eða öðrum viðartegundum.
Baðherbergin eru stílhrein, með fallegum léttum flísum oftast í hvítum, gráum og smá dass af viðartónum í bland.
Ef blandað er viðartónum inn á baðherbergin eða í önnur rými er sama viðartegundin og er á gólfum og hurðum notuð, svo stíllinn haldi sér í gegnum heildarrýmið.
Vinsælir fylgihlutir til að poppa upp heimilið hjá þeim minimalíska eigenda eru fallegir gólflampar, púðar í sófann og stóla, gærur og önnur dýraskinn, örfáar plöntur og klassískar heimilisvörur hannaðar af t.d. Louis Poulsen og Arne Jakobsen en þessir skandinavar urðu heimsfrægir fyrir sína fallegu hönnun.
Hérna eru nokkrar myndir af fallegum norrænum heimilum
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.