Oft þegar íbúðir eru innréttaðar einungis í hvítu og svörtu vill það enda hálf kuldalega en þessi íbúð nær órúlegum sjarma og hlýleika þrátt fyrir að vera aðeins í þessum litum.
Rokk og ról með hlýlegu ívafi, hellingur af mismunandi minstrum blandað saman svo útkoman er frábær.
Takið eftir þessu flotta sófaborði en það er gert úr viðarpallettu. Spreyjað svart, sett hjól undir það og svo glerplata yfir. Einfalt og ódýrt!
Hjónaherbergið er einfalt en samt svo hlýlegt. Lampinn á náttborðinu er samansettur úr tveimur mismunandi lömpum og útkoman er töff.
Náttborðið er gamall kollur sem var málaður svartur og gegnir nú hlutverki náttborðs. Rúmteppið og púðarnir í rúminu setja svona punktinn yfir i-ið fyrir heildina á herberginu.
Verulega smart og rokkuð íbúð
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.