Þetta fallega heimili er í eigu hönnuðarins Therese Sennerholt en hún hannar m.a. ansi skemmtilegar veggmyndir.
Myndirnar eru skreyttar með snilldar setningum á borð við ” Behave” “Shit happens” og fjölmargar aðrar, þær hafa slegið algjörlega í gegn um alla Evrópu og seljast eins og heitar lummur.
Gaman er að kíkja heim til hennar en þar er allt mjög stílhreint og fínt. Sumir myndu kannski segja frekar svarthvítt. Therese notar mikið veggfóður og kemur það ótrúlega vel út. Þá er ég sérstaklega hrifin af veggfóðrinu inn í unglingaherberginu.
Mikil dýpt í því og flott hvernig ein af hennar myndum koma út á því líka.
Ef þig langar að skoða fleiri verk eftir Therese þá er hægt að skoða þær HÉR…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.