Við könnumst margar við það að hafa snyrtidótið okkar útum allt. Það hefur einstakt lag á að dreifa sér um baðherbergið og stundum ergir það sambýlingana.
Hér eru nokkur flott ráð um hvernig er best að geyma þessar nauðsynjavörur:
1. HENDA OG SORTERA
Byrjaðu á að sortera snyrtidótið þitt. Ef það er útrunnið skaltu henda því. Sérstaklega maskara, augnblýöntum og öðru slíku sem er orðið þurrt og gagnslaust. Nýr maskari getur kostað undir 2000 krónum svo það er um að gera að kaupa bara nýjan.
2. GEFA
Taktu líka til hliðar allt dótið sem þú notar ALDREI en ætlar alltaf að fara að nota. Gefðu einhverjum það. Litlar systur geta verið mjög spenntar fyrir öllum snyrtivörum.
3. FLOKKA
Flokkaðu snyrtidótið í eyelinera, augnskugga, meik, púður og svo framvegis.
4. ÞVOÐU
Nú er rétti tíminn til að þvo burstana, notaðu bara milt sjampó og volgt vatn og láttu þá svo þorna á baðvaskinum.
5. FINNDU KASSA OG SKÁLAR
Farðu um íbúðina, finndu allskonar box eða skálar sem þú ert ekki að nota. Finndu því næst skúffu sem þú getur notað undir vörurnar og settu í. Flott er að nota eina kommóðuskúffu undir snyrtivörur.
6. HNÍFAPARASKÚFFA
Ef þú hefur meira pláss eða vilt gera þetta meira pró er hægt að fara í IKEA og kaupa stóra hnífaparaskúffu. Þar er hægt að raða öllum snyrtivörunum smekklega.
7. MINI-KOMMÓÐA
Í BYKO eða BAUHAUS er jafnframt hægt að fá litlar gegnsæjar ‘kommóður’ undir snyrtidótið en slíkar skúffur nota Kardashian systur undir sitt.
8. GLÖS OG VASAR
Einnig er flott að finna fallega vasa eða glös undir blýanta, maskara, eyelinera og hafa uppi á borði en setja augnskuggana, meik og annað ofan í skúffu eða í eigin kassa.
9. AÐEINS ÞAÐ DAGLEGA
Settu svo bara hlutina sem þú notar daglega inn á bað eða í snyrtibudduna þína.
Við vonum að gangi vel hjá þér. Það er mikið skemmtilegra að farða sig þegar maður veit upp á hár hvað maður á og hvar það er.
Hér sérðu svo nokkrar lausnir og útfærslur á þessu:
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.