Eins og við flest vitum er svart-hvíta stefnan sem varð mjög áberandi í Innlit/Útlit þáttunum á árunum 2006-2007 löngu búin að syngja sitt síðasta og nýjir tónar komnir á hús og heimili.
Segja má að endurnýtingarstefnan hafi einnig tekið við á heimilum okkar líka en langt er síðan fólk fór að verða óhrætt við að klæðast “second hand” fatnaði í bland við dýrari föt. Það sama er nú uppi á teningnum á heimilum þar sem gömul húsgögn frá ömmu og afa eða dýrgripir úr Góða Hirðinum blandast nýrri hönnun úr Epal eða Habitat.
Tónarnir eru gjarna jarðlitaðir, litbrigði af brúnum og grænum og allt svolítið ‘organic’. Á móti því kemur litríka stefnan þar sem hvítir veggir þjóna hlutverki sem bakgrunnur fyrir litrík húsgögn og húsmuni.
Fjölskyldudjásn og alvöru myndlist, stór verk, hreindýrahorn, ljósmyndir og fleira er notað til að skreyta heimilið. Það er enginn sérstakur ‘minimalismi’ í gangi lengur. Persónuleiki íbúans kemur sterkar fram.
Skoðaðu myndirnar… skemmtilegt.
Myndir fengnar að láni hjá DESIRETOINSPIRE.NET
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.