Hér sést nútíma ítölsk hönnun eins og hún gerist best
Einföld form, léttir litir sem smellpassa saman. Sérsmíðaðar innréttingar, bekkir og síðast en ekki síst hillur. Hillurnar eru hannaðar í kringum súlur sem standa fyrir miðju í stofunni. Oftar en ekki á fólk í vandræðum með súlur en þessi lausn er alveg frábær. Hérna eru súlurnar notaðar sem bókahillur, skrauthillur og undir arinn.
Eldhúsið er mjög minimalískt, nútímalegt en þó klassísk eins og öll íbúðin. Hvítar háglans innréttingar á móti dökkum skápum og stólum. Ljósin yfir borðið eru mjög einföld en koma vel út svona fjögur saman. Skapa skemmtilega og flotta stemmningu á rýminu.
Fataherbergið er algjört augnakonfekt en ég er mikil áhugamanneskja um fataherbergi, eiginlega svo mikil að það er orðin mín ástríða að skoða falleg fataherbergi. Þetta herbergi er gullfallegt og vel hannað, allt rýmið nýtur sín vel.
Dásamleg ítölsk hönnun, ofur falleg, nútímaleg en þó klassísk hönnun á fallegri eign.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.