Flest höfum við horft á og hlegið að Klovn þáttunum góðu og margir hafa tekið eftir því að húsið sem þau Frank og Mia búa í er alveg sérlega smekklegt.
Húsið stendur í Frederiksberg hluta Kaupmannahafnar og eins og þú kannski áttar þig á, búa Frank og Mia þar ekki í alvörunni heldur ósköp venjuleg þriggja manna fjölskylda.
„Það var haft samband við okkur af fyrirtæki sem sérhæfir sig í að finna tökustaði fyrir sjónvarps og kvikmyndatökur,” segir Marlene Winther Plas sem býr í húsinu ásamt tveimur dætrum í viðtali við Boligmagasinet.
„Hann hafði hjólað margsinnis framhjá húsinu okkar og endaði svo með því að spyrja hvort við værum til í að lána það undir tökur. Við þökkuðum pent nei til að byrja með en þegar starfsmaður fyrirtækisins gaf sig ekki og spurði í þriðja sinn þá létum við undan. Svo reyndist þetta bara vera þrælskemmtilegt,” segir Marlene.
Eldhúsið er í hjarta hússins og uppáhalds herbergi fjölskyldunnar. Hér er eldað, leikið og lært. Þegar fjölskyldan keypti húsið var eldhúsið tekið í gegn og fært í stíl sem samræmist upprunalegum teikningum og stemmningu í húsinu. Kortið á veggnum er frá Ferm Living.
Barnaherbergið er einstaklega krúttlegt. Taktu eftir Barbapabba og Hello Kittý í hillunum. Stólarnir eru skreyttir með kósý gærupúðum og undir barnaleikföngin er falleg hirsla í marókóskum stíl.
Teppið undir borðstofuborðinu kemur frá pakistan. Taktu eftir fallega viðarverkinu á veggnum sem mynda fallega hillu og skápaeiningu.
Mogens Koch-stólarnir á myndinni voru bólstraðir í ljósu leðri til að mæta sófanum sem er sérsmíðaður í lítið stofuhornið. Litla sófaborðið og lampinn koma frá Cappellini. Málverkið er eftir Rikizo Fukao.
Fjölskyldan ferðast mikið suður á bóginn en pullurnar á gólfinu koma frá Marokkó. Það sama gildir um teppið undir ljósu leðurstólunum.
Það sem einkennir húsið fyrst og fremst er hversu skilmerkilega það er hannað og hvernig það mætir þörfum íbúanna fullkomlega. Þegar gestir mæta í hús tekur þessi tignarlegi stigi á móti þeim. Gólfið er hefðbundið slípað viðargólf eins og tíðkast á mörgum heimilum í Danmörku.
Út af svefnherberginu eru franskar svalir og háir gluggar mæta þörfum húsfreyjunnar til að hafa bjart í kringum sig. Gólfið hefur verið hvítlakkað til að kalla fram meiri birtu en dökkt gæruskinn á rúminu og svarta ljósakrónan frá Marokkó kallar fram eftirsóknarverðan kontrast.
Fjölskyldunni finnst gaman að lesa bækur og hér má sjá sérlegt lestrarhorn þar sem hægt er að láta fara vel um sig með kósý gærupúða.
Í sjónvarpsherberginu er þessi fallegi arinn. Gólfteppið kemur frá Marokkó og litir í því fara einkar vel við sófasettið.
Baðherbergið er stílhreint og einfalt, fínar innréttingar og fallegt litasamspil.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.