Það er mjög nauðsynlegt að líða vel í svefnherberginu sem þarf að vera stílhreint, snyrtilegt og búa yfir ákveðinni ró.
Huggulegt að hafa myndir, spegla og eitthvað skraut sem þér þykir vænt um og vilt varðveita vel. Róandi litir eru oft góðir sem bakgrunnur bak við rúmið, jafnvel fallegt veggfóður.
Það sem er hins vegar alveg bannað á þessum huggulega hvíldarstað okkar eru myndir af börnunum okkar, myndir af tengdó og allt það myndefni sem fær fólk til að langa alls ekki í fullorðinsleiki.
Sem sagt taktu myndina af henni tengdó niður ef þú hefur sett hana upp í svefnherberginu, blessunin á heima á öðrum stað í íbúðinni. Þetta er jú staður þar sem við hvílum okkur og leikum okkur.
Náttborð eru farin að vera óhefðbundnari en þau voru og hægt er að nota nánast hvað sem er sem náttborð. Fallega tréstóla, tréklumpa, gamlar ferðatöskur, heimagerða trékassa úr viðarpallettum svo eitthvað sé nefnt. Rúmteppi eru líka mörg hver svo falleg og hefur það færst í aukana að fólk leggi rúmteppi rétt yfir annan endann á rúminu sínu. Eins eru prjónuð rúmteppi mjög vinsæl núna, enda ofur falleg og hlýleg sérstaklega yfir vetratímann.
Hérna koma nokkra hugmyndir ef þig langar til að gera herbergið þitt aðeins fallegra:
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.