Ég rakst á myndir af þessari endalaust svölu Los Angeles íbúð og er pínu skotin!…
…Eigandi íbúðarinnar er maður að nafni Bryan Boone en hann er hönnuður fyrir gallabuxnamerkið David Khan. Bryan hefur búið í íbúðinni í 8 mánuði og tekist að gera hana mjög skemmtilega á þeim tíma.
Í íbúðinni má sjá endalaust af flottri myndlist og skemmtilegum bókum en það er augljóst að Bryan hefur dálæti á fallegri hönnun og kann að meta einstaka hluti.
Sjálfur kveðst Bryan vera fullkomlega ánægður með híbýli sitt, sem hann segir vera í ‘pop-modern’ stíl, nema að hann vilji meira pláss fyrir fleiri húsgögn.
Bryan verslaði flest húsgögnin sín á Craigslist (sem er netsíða þar sem fólk getur sett inn auglýsingar um allt milli himins og jarðar) en hann hefur gaman af því að gera gömul húsgögn upp.
Smelltu á myndirnar fyrir neðan til að skoða íbúðina nánar…
Myndir fengnar að láni HÉÐAN.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.