Svíar eru margir hverjir snillingar í að raða saman fallegum húsgögnum og munum svo úr verði falleg heild.
Þessi krúttlega íbúð sannar það algjörlega en hún er í Stokkhólmi, Svíþjóð. Íbúðin er tveggja herbergja og rétt um 50 fermetrar. Hún nýtur sín vel og hvert pláss í íbúðinni er vel skipulagt. Litavalið er fallegt, létt og þægilegt. Hvítur, ljósbrúnir og ljósgráir tónar raðast fallega saman.
Ikea skipar stóran sess í eldhúsinu en innréttingin er þaðan.
Fallegt hringlaga eldhúsborð út við svalirnar. Antíkborðið og stólarnir passa mjög vel saman við þennan rómantíska og þægilega stíl.
Gólfmottan og lamparnir eru úr Ikea. Sófaborðið er gömul kista sem hefur fengið nýtt hlutverk sem borð. Gaman að sjá púðana í sófanum, þeir eru ólíkir en passa þó fullkomlega saman. Taktu líka eftir gamla símanum í gluggakistunni. Algjör karakter!
Svefnherbergið er í sama rómantíska stílnum og skartar þessum flotta skáp. Fylgihlutirnir njóta sín vel upp á skápnum og myndirnar á veggjunum eru einfaldar og fallegar.
Baðherbergið er lítið og nett, einfalt, snyrtilegt og þægilegt.
Alltaf jafn gaman af því að sjá svalirnar hjá vinum okkar í skandinavíu. Þar leggur fólk mikla áherslu á að hafa svalirnar huggulegar og kósý þrátt fyrir að þær séu litlar.
Þessar svalir eru til dæmis algjört æði, tveir stólar, borð og nokkrir blómapottar er allt sem þarf. Falleg og virðuleg íbúð sem gaman er að skoða.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.