Annaleena er ein af mínum uppáhalds bloggurum.
Heimili hennar er einungis í svörtum og hvítum lit, mjög fallegt og mjög stíliserað. Þó svo ég gæti aldrei búið í svona svörtu og hvítu heimili sjálf þá dáist ég að þrautsegjunni að neita sér um alla hluti í litum.
Hún tók þessar fallegu myndir af heimili sínu. Þarna er hlutum raðað saman á einstakan og fallegan hátt.
En ég mæli eindregið með að kíkja á bloggið hennar, það er allt í minimalískum hvítum og svörtum nútímastíl.

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.