Þetta fallega fallega hús er eins módern og hugsast getur. Eigendurnir vildu ná fram hreinum línum og eru einstaklega hrifnir af svörtum og hvítum lit.
Háglans hvítar innréttingar voru fyrir valinu ásamt hvítu marmara gólfi. Gólfið flæðir úr húsinu og út á veröndina. Alveg meiriháttar flott! Í stofunni situr glæsisófi frá B&B Italia í ljósum lit ásamt fallegum arinn sem setur sinn svip á húsið. Hlýlegt og smart!
Eins er garðurinn mjög vel hannaður en þar er falleg tjörn, vel snyrt tré og brjálæðislega flott hvít útiljós sem gera garðinn ævintýralega fallegan. Á veröndinni eru sérvalin húsgögn og flott sætisróla sem eflaust er gott að sóla sig í.
Nútímalegt og virkilega smart hús!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.