Fyrir nokkrum árum reis þessi flotta bygging í hverfinu 100 – 11th Avenue NY.
Húsið er frægt fyrir óvenjulegt útlit sitt, en það skartar um 1600 gluggum, hvorki meira né minna. Húsnæðið er hannað af franska arkitektinum Jean Nuovel sem er nú þegar orðinn einn heitasti arkitekt heims.
Íbúðirnar eru heldur ekki af verri endanum en þessi íbúð hér fyrir neðan er “penthouse” íbúðin. Með 360 gráðu útsýni yfir Manhattan. Útsýnið setur sinn sjarma á hvert herbergi, sjáið til dæmis baðherbergið…held það væri nú ekki slæmt að liggja í þessu baðkari með rauðvín í annari og horfa yfir borgina. Bara dásemd!
Eldhúsið er mjög stílhreint, en þar er hvíti liturinn og stálið allsráðandi. Borðstofan skartar Ghost stólnum eftir Philippe Starck. Einstaklega hreint minimalísk hönnun á ferð þarna. En mjög smart!
Íbúðin er með 4 svefnherbergi, 3 baðherbergi, fullkomið leikherbergi (tv og þess háttar leikherbergi) og dásamlegum svölum.
Þess má geta að þessi íbúð er til sölu á litlar 22 milljónir dali. Svaðaleg íbúð á æðislegum stað!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.