Það dreymir eflaust marga um að eiga stóran garð með sundlaug og heitum potti…en sundlaug inni í stofu?
…Það var árið 1975 sem partý-piparsveinninn nokkur lét smíða stóra sundlaug inni í stofu í risa Manhattan-íbúð sinni. Þarna hélt hann svo ótal partý og samkomur þar sem gestirnir gátu fengið sér smá sundsprett. Þegar þessi hressi maður svo lést árið 1995 þá erfði systir hans íbúðina, Evelyn McMurray Van-Zeller. Eftir að hafa búið í henni í 16 ár hefur hún sett íbúðina á sölu. Hún lýsir dvöl sinni í íbúðinni eins og stanslausu fríi og segir það næstum óþarfa að fara út úr húsi því íbúðin innihaldi nánast allt, meðal annars sundlaugina góðu, gufubað og líkamsræktarstöð.
Þó tíminn í húsinu hafi verið ævintýri líkastur fyrir Evelyn þá fylgir íbúinni mikið viðhald sem getur eflaust verið þreytandi. Til dæmis lýsti hún því að hún hafi þurft að standa uppi á vindsæng til að þrífa hillur sem eru fyrir ofan sundlaugina. Pínu spes sunnudagstiltekt.
Svo ef þig dreymir um risa hús með sex svefnherbergjum, fimm baðherbergjum, sundlaug og rólu þá er þetta eflaust drauma ‘pleisið’.
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að skoða nánar…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.