Þetta snotra hús var byggt 1899 og var upphaflega gömul múrsteinaverksmiðja.
Húsið er staðsett í Brooklyn hverfinu í New York, en það tók þýska arkitektinn Thomas Warnke þrjú ár að gera upp húsið áður en hann gat flutt inn – enda vann hann verkið sjálfur og tók húsið og garðinn algerlega í gegn.
Hugmyndin af að hanna heimilið í nokkurs konar sumarhúsastíl kom þar sem hann hafði ekki efni á að kaupa sér sumarhús.
Thomas Warnke notar neðri hæð hússsins einnig sem sýningarsal og leigir út rými fyrir listmálara sem borga tilbaka leiguna annan hvern mánuð með málverki eftir sig.
Þú getur skoðað alla greinina HÉR.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.