Ég er ekki mikið fyrir styttur eða óþarfa skrautmuni. Það er þó ein lítil stytta sem ég held mikið uppá, en það er hún Mía litla.
Greyið hefur gengið í gegnum ýmislegt eins og sjá má en mér hefur einhvern veginn alltaf tekist að púsla henni svona nokkurn veginn heillri saman aftur.
Nema síðast þegar hún slasaðist en þá fór hluti af andlitinu hennar alveg í þúsund mola. Ég elska hana samt sem áður, alveg eins og hún er.
Ástæða fyrir ást minni á þessari leirstyttu er margþætt en tvennt stendur þó upp úr.
Annarsvegar þá var hún gjöf frá Margréti systur minni sem bjó hana til árið 1993 þegar ég er aðeins fjögurra ára gömul.
Hinsvegar er þessi karakter úr Múmínálfunum bara alveg frábær og hún er líka pínulítil, alveg eins og ég! 🙂
Uppáhalds Mía litla frá uppáhalds systur ♥
_____________________________________________________________
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður