Það er svo gaman að hanna barnaherbergi því þau eru svo full af gleði og hamingju
Herbergin þurfa að vera bæði svefnstaður barnanna og eins leikaðstaða svo það er um að gera að hafa herbergið í mildum og fínum litum. Sætar hillur fyrir skraut og bækur. Sniðugt að setja fyrsta bangsann eða fyrsta leikfangið í hillu til dæmis. Eins má leika sér með ævintýraþema og nota þá það þema sem barnið þitt er hrifið af (sjóræningjar, prinsessur, fiskar, fiðrildi o.s.frv). Svo er um að gera að leyfa barninu að koma með hugmyndir líka.
…Kíktu á þessar fallegu myndir af sætum barnaherbergjum…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.