HEIMILI: Stórkostlega falleg baðherbergi (23 MYNDIR)

HEIMILI: Stórkostlega falleg baðherbergi (23 MYNDIR)

Hvað gæti verið betra en að liggja í freyðibaði, með arininn í gangi, kertaljós og stór þykk hvít handklæði á fallegum stól?

Sem betur fer er hönnun baðherbergja hér á landi aðeins að þróast. Í upphafi húsahönnunar hérna á Íslandi voru öll baðherbergi á stærð við frímerki en það fer að breytast og fólk gerir kröfur um örlítið stærri rými fyrir sturtu, baðker, skápapláss og smá huggulega skreytingu á við stól, blóm eða annað.

Erlendis aftur á móti virðist margir hverjir hafa endalaust pláss í húsum sínum og nýta þau vel. Baðherbergin verða sífellt stærri og meiri, þá sérstaklega baðherbergin sem tilheyra húsbóndaherbergjunum.

Sjónvarpstæki, arinn, sófasett og fataherbergi eru orðin vinsæl inn á baðherbergi velmegandi nútímafólks. Eins eru baðkerin orðin stjarnfræðilega falleg. Hægt er að fá baðker sem er niðurgrafið, baðker á fallegum fótum í gamaldags stíl, svört baðker, fjólublá og gyllt… endalausir möguleikar í boði.

Myndirnar sýna nokkrar sjúklega flottar hugmyndir af himneskum baðherbergjum

Flott að hafa dökkan bakgrunn, kemur mjög vel út Svart baðker, töff Ljósið setur skemmtilegan sjarma á þetta flotta baðherbergi Glæsilegt Þetta er auðvita bara draumur mjög smart að hafa baðkerin svona niðurgrafin fallegt nútímalegt og flott Frönsk stemning Spa fílingur, mjög róandi andrúmsloft Smá flipp en svalt þetta er auðvita bara töff Mjög hlýlegt og smart Fallegar innréttingar Baðker sem fær að njóta sín vel enda fallegt Rauður litur og kristals ljósakróna, þetta er þokkafullt Mjög smart litasamsetning og þetta baðker er himneskt! Sófasett, fataherbergi og allur lúxus sem fólk þarf inn á baðherbergi Stór og fallegur gluggi, gott fyrir þá sem hafa enga nágranna... Smart Kósí við arineldinn Skemmtilegt í laginu þetta baðker Niðurgrafið baðker, þetta er svakalega flott

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest