Hvað gæti verið betra en að liggja í freyðibaði, með arininn í gangi, kertaljós og stór þykk hvít handklæði á fallegum stól?
Sem betur fer er hönnun baðherbergja hér á landi aðeins að þróast. Í upphafi húsahönnunar hérna á Íslandi voru öll baðherbergi á stærð við frímerki en það fer að breytast og fólk gerir kröfur um örlítið stærri rými fyrir sturtu, baðker, skápapláss og smá huggulega skreytingu á við stól, blóm eða annað.
Erlendis aftur á móti virðist margir hverjir hafa endalaust pláss í húsum sínum og nýta þau vel. Baðherbergin verða sífellt stærri og meiri, þá sérstaklega baðherbergin sem tilheyra húsbóndaherbergjunum.
Sjónvarpstæki, arinn, sófasett og fataherbergi eru orðin vinsæl inn á baðherbergi velmegandi nútímafólks. Eins eru baðkerin orðin stjarnfræðilega falleg. Hægt er að fá baðker sem er niðurgrafið, baðker á fallegum fótum í gamaldags stíl, svört baðker, fjólublá og gyllt… endalausir möguleikar í boði.
Myndirnar sýna nokkrar sjúklega flottar hugmyndir af himneskum baðherbergjum
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.