Beverly Hills hæðin í Kaliforníu er þekkt fyrir stórkostlegar villur þar sem engu er sparað til og allt skal líta fullkomlega út
Það sést svo sannarlega á þessu ofur glæsilega húsi en eignin er hönnuð af arkitektastofunni Whipple Russell Architects sem eru þekktir fyrir hágæða hönnun. Flest allar eignirnar sem þar eru teiknaðar eru fyrir efnaða einstaklinga.
Húsið skartar sex svefnherbergjum og hvorki meira né minna en tíu baðherbergjum. Útsýnið er stórkostlegt en gluggarnir eru hannaðir frá gólfi og upp í loft svo þeir sem inni eru njóti náttúrunnar sem útsýnið býður upp á.
Í húsinu er einnig fullkominn bíósalur í lúxus gæðum, gæsadúnn í sófanum og hágæðaleður á stólum. Eldhúsið er rúmgott og sama má segja um borðstofuna en þar væri hægt að halda yfir 20 manna veislu án þess að það þrengdi að nokkrum manni.
Gjörsamlega stórglæsilegt hús á besta stað í Beverly Hills – bara draumur!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.