Baðherbergið er uppáhalds svæðið mitt á heimilinu og þar slaka ég mest á.
Ég tek í minnsta lagi heimaspa einu sinni í viku eða þá það sem við vinkonurnar köllum drottningarsturtu; löng lúxus sturta.
Það er líka fátt meira endurnærandi en að koma heim eftir langan dag, taka allan farða af, setja á sig andlitsmaska og fara í heitt og gott fótabað, kannski dreypa á rauðvínsglasi eða grænu te og glugga í góða bók. Bætum kertum við og slakandi tónlist og þá er komin fullkomin spa upplifun.
Hönnuðir baðherbergjanna á meðfylgjandi myndum hafa svo sannarlega magnað ímyndunarafl.
Markmið mitt í lífinu er að eignast eitt af þessum herbergjum!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.