Eitt af því sem mig hefur lengi langað að eignast inn á heimili mitt er svona stóll sem hangir niður úr loftinu.
Það er eitthvað svo kósý við þessa stóla enda voru þeir sérlega vinsælir á árabilinu 70-80 sem voru frekar laid back ár. Hengistólana er líka æðislegt að hafa úti í garði eða á pallinum og lítið mál að festa þá upp.
Dóttir mín sagði við mig að ef við ættum svona stól þá myndi það vera “stóllinn hennar” og hún myndi alltaf sitja í honum… – en ekki hvað?!
Nú er bara að finna þetta fínerí en persónulega langar mig mest í svona hringlaga týpu sem hægt er að fylla með gærum og púðum eins og sést á myndinni hér að ofan.
Svo er bara að koma sér fyrir með bók og setja góða vínilplötu á fóninn.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.