Ég lít mikið upp til hinnar sænsku Emmu Persson þegar kemur að innanhússhönnun. Emma er sænsk og starfar sem innanhúss-stílist og bloggari.
Ég elska allt sem hún setur saman. Stíllinn er vanalega heimilislegur, snyrtilegur og stílhreinn. Þá er augljóst að Emma leggur mikið upp úr fallegu gólfefni eins og fallega hvítu eða grófu parketi.
Hinn hefðbundni stíll Emmu er ekki endilega það sem ég kýs að velja fyrir mitt heimili. Ég er meira fyrir hrátt og”ópersónulegt” og vill hafa sem minnst af munum eða dóti í kringum mig.
Engu að síður finnst mér Emma algjör listamaður og ég get eytt löngum stundum við að skoða það sem hún skapar.
Virkilega fallegt gólfefni sem harmonerar vel við bláu litina á rúminu.
Bjart og rúmgott rými með fallegu samspili jarðlita.
Snyrtileg óreiða.
Æðislegar flísar!
Gólfefnið og baðkarið gera baðherbergið sérstakt og flott.
Lestu einnig: INNLIT: Ævintýralegt heimili Lindu Rodin – Myndir!
og Heimili: Shabby Morocco – Bóhemískt ævintýri!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.