Er hægt að skreyta of mikið eða of lítið heima hjá sér?
Margir ofskreyta. Draga upp allt jólaskrautið úr geymslunni, eitthvað sem búið var til fyrir 20 árum í grunnskóla og jafnvel eitthvað sem foreldrarnir áttu. Svo er öllu skellt saman, hvort sem það passar saman eða ekki. Þannig að stofan lítur út eins og aðalgatan í Las Vegas, blikkandi og skær. Ekki það að auðvita eru minningar oft tengdar skrautinu og eru persónulegar fyrir viðkomandi.
En það þarf kannski ekki að hafa alltaf allt uppi hver einustu jól, það má alveg skipta skrautinu milli ára. Hafa stóra syngjandi jólasveininn sem Stína frænka kom með frá London 1989 uppi þessi jól en hvíla hann þau næstu.
Ég vil hafa allt frekar einfalt heima hjá mér. Stílhreint og rétta liti saman. Fallegast finnst mér jóltréið áður en skrautið fer á það. Þegar það stendur tignarlegt og ilmandi inn í stofu. Þegar greinarnar njóta sín og græni liturinn er allsráðandi. Auðvita set ég skraut á tréið, en ég reyni að hafa það sem minnst og jafn á milli trjágreina.
Hérna eru nokkur sýnishorn af heimilum sem skreyta lítið um jólin:
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.