Ég var beðin um að koma með hugmyndir að fallega hönnuðum svefnherbergjum og tók saman nokkrar myndir.
Oft vantar manni rétt herslumuninn til að vera ánægður með svefnherbergið sitt. Best er að ofhlaða alls ekki inn í herbergið, heldur hafa það stílhreint og hlýlegt.
Reyna að hafa ekki mikið af barnadóti þar inni eða öðru sem á ekki heima í einkarými fullorðna fólksins. Þó oft geti það verið erfitt þegar fólk deilir herbergi með börnunum sínum. En þessar hugmyndir eru þó fyrir þá sem þurfa ekki að deila herbergi sínu með neinum.
Veldu þér þína uppáhaldsliti, eða lit og byggðu herbergið upp frá þeim lit. Ef það er einn litur er gott að hafa meirihlutann í hvítu eða öðrum hlutlausum lit og setja svo örfáa hluti inn í herbergið í þeim lit sem þú velur þér. Myndir, blóm, kertastjakar og fallegir púðar gera líka mikið fyrir svefnherbergið.
Auðvelt er líka að skipta þeim hlutum út, til dæmis um jól, og þegar maður vill fá allt aðra stemningu í herbergið.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.