Alexander Debak dreymdi um hús og þegar hann vaknaði áttaði hann sig á að þarna var húsið sem hann langaði til að byggja og búa í.
Heimilið átti að líkjast helli en vera líka nútímalegt. Það tók hann 5 ár að finna rétta staðsetningu fyrir draumahúsið og þegar lóðin var loks fundin, þá tóku við önnur fjögur ár að hanna og byggja draumaheimilið.
Húsið er staðsett í litlu þorpi á Mallorca og er með dásamlegu útsýni yfir miðjarðarhafið. Alexander Debak er húsgagnahönnuður að mennt en hann stíliseraði og hannaði heimilið sjálfur. Hann hefur starfað við plana og að setja upp tískusýningar fyrir m.a. Dior og Rodarte.
Þar sem húsið er hannað og byggt eins og hellir þá er ekki mikið um beinar línur í húsinu en það ekki amalegt að geta látið drauma sína rætast.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.