Eitt af því sem ergir mína innri Mörthu Stewart eru illa skipulagðir ísskápar.
Að þurfa að opna ísskápshurðina varlega af ótta við að eitthvað hrynji út og detti í gólfið eða verða að gramsa í gegnum hálfan skápinn til að finna mjólkina. Ohh…
Stundum hef ég gengið svo langt að gerast sjálfskipaður ísskápaskipuleggjandi ættingja minna sem eru ekki að standa sig nógu vel í þessum efnum. Þá er stundum helmingnum hent út enda margt komið yfir síðasta söludag og annað algjör óþarfi.
Til dæmis:
- Tómatsósubréf
- Sojasósubréf
- Salat-dressing bréf
- Hálf tómar tómatsósuflöskur
- Gömul sulta
- Gamalt brauð (fyrir endurnar)
- Gamlir frostpinnar og annað í frystinum
…og svona mætti lengi telja.
LAUSNIN!
- Setjum alla drykki á sama stað í sömu hillu.
- Kaupum plastkörfu undir allt áleggið.
- Hendum því sem enginn ætlar að borða eða er komið fram yfir síðasta söludag!
- Þrífum hillurnar og sorterum.
- Sameinum tegundir: Grænmetið á að vera í grænmetisskúffunni, fínt að hafa ávexti í annari og grænmeti í hinni.
Sumum finnst gott að merkja ílát svo að allt sé ‘undir kontról’ – jafnvel er sniðugt að merkja sumar hillurnar t.d. ‘drykkir’ – ‘álegg- os.frv ef sumum á heimilinu finnst erfitt að hafa stjórn á þessu.
Það gerir bara daglega lífið svo mikið þægilegra, og matartímana skemmtilegri, ef allt fær sinn stað í ísskápnum… og auðvitað annarsstaðar í húsinu líka… en förum í það seinna 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.