Fólk er gjarnt á að henda þessa dagana en ef þú þarft að endurbæta heimilið er líka hægt að staldra við og athuga hvort það sé nú ekki hægt að endurnýta eitthvað af því sem til er.
Það er endalaust hægt að fá góðar hugmyndir með því að fá sér góðan kaffibolla á kaffihúsi og fletta í gegnum hönnunartímaritin. Eitt af því sem ég hef komist að er að afgangstimbur getur verið til margra hluta nytsamlegt. Það er alger synd að henda viðnum, frekar að gefa hann ef þú hefur engin not fyrir hann því það er hægt að endurvinna flestalla hluti og gera mjög góða húsmuni ef þú bara leyfir hugmyndafluginu að njóta sín, skoðar blöð sem veita innblástur og beitir svo réttu bröguðunum:
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.