Áttu sófa sem mætti fá smá hreinsun og andlitslyftingu? Þá er Húsgagnahreinsunin málið!
Ég á gamlan stól og brúnan sófa úr Eco Decor, svo á ég líka hund og barn sem hafa hoppað upp í þennan sófa síðustu fjögur árin, eða frá því hann kom á heimilið. Og eðlilega var sófinn því farinn að láta svolítið á sjá þegar hann Bjarni Þór Árnason hjá Húsgagnahreinsunni mætti til mín með græjurnar sínar í dag. Svo ekki sé minnst á stólinn gamla en hann hefur aldrei verið þrifinn, frá því hann kom í heiminn.
SÓFINN: Fitublettir hér og þar, morgunmatur (ég nenni ekki alltaf framúr kl 6:30 þegar morgunhaninn dóttir mín fer á stjá um helgar), hundahár, kám og klessur eftir ótal kósýkvöld. Og þar sem sófinn er brúnn sést þetta ekkert rosalega vel sem erfitt er að segja til um hvort flokkast sem kostur eða galli. Gott að það sést ekkert en slæmt að maður viti ekki í raun hvað sófinn er óhreinn. En allavega, það var orðið vel tímabært að hreinsa bæði hann og gamal antik stólinn. Og þar komu Bjarni og Húsgagnahreinsunin til sögunnar!
Bjarni hefur hreinsað húsgögn frá því hann var smástrákur en pabbi hans rekur sambærilegt fyrirtæki – Skúfur.is sem sérhæfir sig í að hreinsa mottur og teppi. Húsgagnahreinsunina stofnaði Bjarni nú í haust þegar hann áttaði sig á að ekkert sambærilegt fyrirtæki býður þessa þjónustu, það er að segja að fá mann heim sem tekur sófann, stólinn, rúmið eða bílsætin í gegn.
Þú hefur samband við Húsgagnahreinsunina sem sendir til þín mann með hreinsitól og tæki og tekur sófann í gegn á sirka klukkustund eða lengur eftir stærð og hvort á að hreinsa eitthvað fleira. Verðið er frá 10.000 en óhætt er að reikna með einhverju á bilinu 10-20.000 þar sem flestir komast í stuð og vilja fá að hreinsa fleira eftir að maðurinn er mættur á staðinn.
Persónulega finnst mér þetta alveg brilliant og myndi mæla með því við alla að taka sófann í gegn á nokkurra ára fresti eða sjaldnar eftir því hversu mikið gengur á. Þeir geta einnig hreinsað leðurhúsgögn.
Smelltu hér til að skoða Húsgagnahreinsunina á Facebook og hér til að sjá heimasíðuna þeirra.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.