Þessi fjörtíu fermetra íbúð skartar alveg frábærum lausnum þegar plássið er ekki stórt en þarf að duga
Í íbúðinni er rúmgott eldhús með góðu eldhúsborði og fjórum mismunandi týpum af stólum, sem gefa eldhúsinu extra karakter. Stofan er með sérsmíðuðum hillum sem eru jafnframt stigi upp á svefnrýmið.
Svefnrýmið, sjónvarpsaðstaðan og skrifstofan eru ofan á baðherberginu sem er í miðju íbúðarinnar.
Algjör snilld! Afar vel nýtt íbúð sem jafnframt er æðislega sæt.

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.