Enn og aftur dreymir mig um fataherbergi, fallegt og rúmgott herbergi þar sem gersemar mínar eru geymdar og þetta herbergi er alveg í mínum anda!
Á dögunum rakst ég á þessa snilldar útfærslu á fataherbergi. Hérna hefur litlu auka herbergið í íbúðinni verið breytt í fataherbergi svo hver hlutur fær að njóta sín sem best. Heildar útlitið er bjart, fallegt og einstaklega góð nýting er á þessu litla rými.
Skórnir hanga upp á gardínustöngum. Hálsmenin, beltin, hattur og sólgleraugun fá sinn stað líka upp á öðrum stöngum svo hver hlutur fær sinn sérstaka, aðgengilega stað sem auðvelt er að nálgast. Svo fer svo miklu betur um hlutina þegar þeim er raðað svona upp og eru óáreittir.
Lítið snyrtiborð með flottum spegli og ljósum er líka í herberginu, enda nauðsynlegt að hafa spegil í fataherberginu svo ég tali nú ekki um stað fyrir ilmvötnin, skartið og farðann! Sannkallað pjattrófuherbergi.
Meiriháttar smart herbergi með flottum hugmyndum sem allir ættu að geta nýtt sér.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.