Krítarveggir geta verið alveg stórkostleg viðbót við barnaherbergið.
Þá sérstaklega fyrir þau börn sem eru mikið fyrir að lita, teikna og eru listræn og fjörug. Þá geta þau fengið útrás við að teikna að vild á vegginn. Sumir foreldrar hafa notað krítarvegginn sem lærdómsvegg, þar að segja, þar læra þau stafina. Geta skrifað þá stóra sem smáa og velta þeim vel og vandlega fyrir sér. Til dæmis einn staf á dag.
Önnur börn hafa rúmið sitt við krítarvegginn og leika sér að því að teikna mismunandi rúmgafla á vegginn. Þetta eflir sköpunargáfu barnanna og er bara skemmtilegt. Kannski að við þetta fæðist nokkrir meistara húsgagnahönnuðir?
Einfalt er að mála vegginn en flest allar málningabúðir selja krítarmálningu. Einnig er hægt að mála krítarmálninguna á gamalt borð, þá er borðið notað sem lita/teikniborð. Það allra einfaldasta er að mála inn í ramma og hengja hann upp, jafnvel nokkra mismunandi ramma og skreyta herbergið með listaverkum barnsins.
Stórsniðug og skemmtileg lausn fyrir börnin
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.