Ég fæ alveg ótrúlega oft fyrirspurnir varðandi barnaherbergi, hvernig sé hægt að breyta þeim á skemmtilegan hátt án þess að buddan tæmist.
Hagkvæmar og skemmtilegar hugmyndir sem auðvelt er að breyta aftur. Því börnin stækka fjótt og vilja breytingar á nokkra ára fresti, sem er auðvitað eðlilegt miðað við þroska barnanna.
Hér hef ég tekið saman nokkrar laufléttar DIY hugmyndir sem breyta miklu á sem ódýrastan hátt. Börnin geta einnig tekið þátt í þessum breytingum og þá verður herbergið meira þeirra og þau njóta notalegrar fjölskyldustundar með sínum nánustu á meðan hlutirnir eru gerðir.
Einfalt að mála vegginn bakvið rúmið í uppáhaldslit barnsins og mynda þak úr ljósaseríu fyrir ofan rúmið. Sniðugt og ótrúlega flott!
Skannaðu inn listaverk barnsins og fáðu prentstofu til að prenta verkið út í A3 stærð, frábær hugmynd og falleg leið til að varðveita flott verk eftir barnið.
Kíktu á myndirnar til að fá fleiri hugmyndir og gangi þér vel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.