Heimskrifstofur eru oft nauðsynlegar þegar fólk er í námi eða þarf að taka vinnuna með sér heim
Oft leyfir hinsvegar plássið það ekki að taka heilt auka herbergi fyrir skrifstofu svo þá verður að búa til pláss í stofunni, á ganginum eða á öðrum nettum stað innan heimilisins.
Skrifstofan sjálf þarf ekki að taka mikið pláss, heldur er það nauðsynlegasta í þessu tilviki að hafa gott skipulag. Góðar hirslur undir pappíra, bækur og ritföng.
Svo skrifstofan skeri sig ekki algjörlega úr takti við annað á heimilinu til dæmis í stofunni er gott að hafa borðið og stólana í svipuðum litum og sófinn og sófaborðið. Leyfa skrifstofunni að falla inn í umhverfið og hafa hana netta og snyrtilega.
Í myndaalbúminu eru hugmyndir af litlum og nettum heimaskrifstofum, kíktu endilega..
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.