Hérna ráða litirnir ferðinni! Mjög smart litaval hjá eigendum þakíbúðar sem staðsett er í Östermalm Svíþjóð.
Krúttlega samsettir litir þannig að íbúðin er mjög frískleg og skemmtileg. Sjáið hvernig stólarnir “sjöan” njóta sín vel, en þeir eru bæði í svörtu og appelsínugulu. Íbúðin er annars mjög hefðbundin, hvítir veggir og parket á gólfum.
Það sem gerir hana svona fallega er húsgagnavalið. Flottastar finnast mér ljósakrónurnar og græna teppið í stofunni. Sjáið hvað teppið setur ótrúlega flottan svip á stofuna..svo ég tali ekki um gluggana..algjörlega gordjössss!
Á þakinu er svo sérstök “svíta”…en þar eru svalirnar þeirra. Sjáið þið þetta? Hver væri ekki til í svona dásemd? Tja…ég væri allavegna mjög mikið til í svona útsýnis paradís.
Litavalið hjá þeim þarna á svölunum minnir líka óneitanlega á útlönd..eitthvað heitt og þægilegt. Njótið myndanna…
________________________________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.